Hide

Problem I
Heimilisverk

Languages en is
/problems/heimilisverk/file/statement/is/img-0001.jpg
Mynd eftir Oliver Tacke

Ómar er mjög ábyrgur drengur á heimilinu og hefur hann lista af heimilisverkum sem hann þarf að framkvæma. Vandamálið er að Ómar er mjög latur drengur, þannig að listinn af ókláruðum heimilisverkum er orðinn ágætlega langur. Svo langur, í raun, að hann man ekki lengur hvaða heimilisverk hann hefur þegar sett á listann, og á hann því til að setja sama heimilisverkið oftar en einu sinni á listann.

Núna ætlar hann loksins að byrja að gera verkin á listanum, en hann nennir ekki að gera neitt verk oftar en einu sinni. Geturðu hjálpað honum með því að henda út verkum sem koma fyrir oftar en einu sinni? Það er, ef verk kemur oftar en einu sinni fyrir á listanum, þá vill hann bara að fyrsta skiptið sem þetta verk kom fyrir á listanum sé eftir.

Inntak

Fyrsta línan inniheldur jákvæðu heiltöluna $N$, sem merkir fjölda heimilisverka á listanum. Síðan koma $N$ línur, hver með eitt verk á listanum.

Úttak

Úttakið á að innihalda hreinsaða listann, með eitt verk úr listanum á hverri línu. Röðin á verkunum skiptir máli, og á að vera eins og í upprunalega listanum.

Stigagjöf

Lausnin mun verða prófuð á miserfiðum inntaksgögnum, og er gögnunum skipt í hópa eins og sýnt er í töflunni að neðan. Lausnin mun svo fá stig eftir því hvaða hópar eru leystir.

Hópur

Stig

Inntak

Önnur skilyrði

1

20

$N \leq 10$

Hver lína er í mesta lagi $10$ stafir að lengd

2

20

$N \leq 10^5$

Hver lína er í mesta lagi $2$ stafir að lengd

3

20

$N \leq 10^5$

Hver lína er í mesta lagi $10$ stafir að lengd

4

20

$N \leq 10^3$

Hver lína er í mesta lagi $1000$ stafir að lengd

5

20

$N \leq 10^6$

Fjöldi stafa samtals í inntakinu er í mesta lagi $10^6$

Sample Input 1 Sample Output 1
4
Skuragolfid
Takatil
Skuragolfid
Thrifabilinn
Skuragolfid
Takatil
Thrifabilinn
Sample Input 2 Sample Output 2
2
Takaurvelinni
Ryksuga
Takaurvelinni
Ryksuga
Sample Input 3 Sample Output 3
5
Takatil
Takatil
Takatil
Takatil
Takatil
Takatil